Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar 26. nóvember 2024 17:42 Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun