Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar 26. nóvember 2024 17:42 Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar