„Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar 26. nóvember 2024 08:52 Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Jól Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar