Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Árni Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 22:38 Elvar Friðriksson var frábær gegn Ítalíu í kvöld. 15 stig og átta stoðsendingar. Vísir / Anton Brink Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“ Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“
Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum