Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 16:03 Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar. Það var augljóst að því fleiri sem seglarnir yrðu í reglunum okkar þá yrði Ísland ekki einungis skjól fyrir þá sem eru í brýnni neyð heldur einnig þá sem eru í leit að betri lífskjörum. Þá myndu opin landamæri auðvelda alþjóðlegum glæpagengjum að koma sér fyrir hér á landi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar töldu að breytingar á kerfinu sem fælu í sér sérreglur myndu ekki hafa teljandi áhrif. Raunin varð hins vegar sú að á örskömmum tíma varð Ísland í 1. sæti allra Evrópulanda samkvæmt flestum mælikvörðum í fjölda hælisleitenda sem hingað komu. Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar spurt hvert vandamálið sé? Sömu aðilar grauta öllu saman; vinnumarkaðs- og hælisleitendakerfinu og svo þeim sem hafa fengið hér vernd, eins og það sé sérstakt markmið að rugla umræðuna. Skoðum aðeins staðreyndir Árið í ár er þriðja stærsta árið hvað varðar fjölda hælisleitenda sem til landsins koma. Hælisleitendur fá ákveðin réttindi á meðan umsókn þeirra um alþjóðlega vernd er tekin fyrir. Þeir fá húsnæði, framfærslugreiðslur, læknisþjónustu, lögfræðiþjónustu og margt fleira. Tíminn sem tekur að fá niðurstöðu um hvort hælisleitanda verði veitt staða flóttamanns (vernd) á Íslandi eða synjað tekur oftast frá nokkrum mánuðum og upp í tvö ár. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 1.538 hælisleitendur sótt um vernd. Þar sem afgreiðsla mála tekur frá nokkrum mánuðum upp í tvö ár þá er enn verið að afgreiða mál frá fyrri árum. Þannig hafa 2.620 umsóknir verið afgreiddar á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þegar viðkomandi hefur fengið stöðu flóttamanns þá má segja að við taki nýtt kerfi. Í því kerfi hefur ríkisstjórnin líka innleitt miklar sérreglur og hvata til að sækja um vernd á Íslandi en það væri efni í aðra grein. Af þeim 2.620 umsóknum sem hafa verið afgreiddar í ár þá hafa 894 frá Úkraínu fengið vernd á grundvelli fjöldaflótta, 1.365 hælisleitendur til viðbótar hafa fengið efnislega meðferð og fengu 234 þeirra samþykkta vernd eða samtals 1.128 hælisleitendur sem hafa fengið vernd það sem af er ári og eru þá jafnframt komnir með stöðu flóttamanna á Íslandi með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Þetta segir okkur engu að síður að 1.492 hælisleitendur hafa fengið synjun á árinu eða ekki átt rétt á efnislegri meðferð. Það eru því 1.492 aðilar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar virðast hafa gleymt m.v. að þeir kannast ekki við vandamálið. Hælisleitendur sem eru hér í marga mánuði og allt upp í tvö ár, m.a. í ósamþykktu húsnæði sem ríkisstjórnin fékk sérleyfi til að fólk gæti búið í. Þessir einstaklingar fá einnig vikulegar greiðslur, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu, menntun o.s.frv.? Er það mannúð að búa til kerfi sem hvetur fólk til að koma til landsins, lifa á kerfinu, mega ekki vinna og svo mörgum mánuðum eða árum síðar vera sent til baka? Mikill þrýstingur á innviði Flestir sem hafa fengið vernd á þessu ári, á eftir fólki frá Úkraínu og Venesúela, eru frá Íran, Afganistan og Nígeríu. Aðlögun og þjónusta fyrir þá sem koma frá ólíkum menningarheimum er umfangsmikil og það má með sanni segja að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar á sínum tíma, að breytingar á reglunum myndu hvorki hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir samfélagið, né að þær myndu skapa verulegan þrýsting á innviði svo sem heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi, voru í besta falli barnalegar. Bein útgjöld vegna útlendingamála hafa samtals numið um 60 milljörðum króna síðastliðin 4 ár. Stærsti liðurinn er vegna málefna hælisleitenda. Hér er aðeins um ræða beinan kostnað, en enn hefur ekki verið upplýst um óbein útgjöld, svo sem í heilbrigðis- og menntakerfi. Samkvæmt Fjármálaáætlun 2025-2029, eru þau talin „umtalsverð“. Það er ekki von til þess að ríkisstjórn sem kom okkur í þessa stöðu og skilur enn ekki vandamálið muni taka á því eftir kosningar. Miðflokkurinn leggur til að Ísland fylgi fordæmi danskra jafnaðarmanna. Danir áttuðu sig á að Danmörk væri orðin söluvara glæpagengja og að opin landamæri og velferðarkerfi fara ekki vel saman. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að átta sig á þessu líka. Nýtum fjármagnið sem fer í málaflokkinn til að hjálpa viðráðanlegum fjölda sem best, tökum út úr kerfinu sérreglur, aðstoðum á nærsvæðum átaka, tökum vel á móti þeim sem við bjóðum hingað og styðjum þá til að blómstra og aðlagast samfélaginu. Til þess þarf skýra stefnu og ná stjórn á málaflokknum. Miðflokkurinn er klár. Áfram Ísland! Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Hælisleitendur Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar. Það var augljóst að því fleiri sem seglarnir yrðu í reglunum okkar þá yrði Ísland ekki einungis skjól fyrir þá sem eru í brýnni neyð heldur einnig þá sem eru í leit að betri lífskjörum. Þá myndu opin landamæri auðvelda alþjóðlegum glæpagengjum að koma sér fyrir hér á landi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar töldu að breytingar á kerfinu sem fælu í sér sérreglur myndu ekki hafa teljandi áhrif. Raunin varð hins vegar sú að á örskömmum tíma varð Ísland í 1. sæti allra Evrópulanda samkvæmt flestum mælikvörðum í fjölda hælisleitenda sem hingað komu. Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar spurt hvert vandamálið sé? Sömu aðilar grauta öllu saman; vinnumarkaðs- og hælisleitendakerfinu og svo þeim sem hafa fengið hér vernd, eins og það sé sérstakt markmið að rugla umræðuna. Skoðum aðeins staðreyndir Árið í ár er þriðja stærsta árið hvað varðar fjölda hælisleitenda sem til landsins koma. Hælisleitendur fá ákveðin réttindi á meðan umsókn þeirra um alþjóðlega vernd er tekin fyrir. Þeir fá húsnæði, framfærslugreiðslur, læknisþjónustu, lögfræðiþjónustu og margt fleira. Tíminn sem tekur að fá niðurstöðu um hvort hælisleitanda verði veitt staða flóttamanns (vernd) á Íslandi eða synjað tekur oftast frá nokkrum mánuðum og upp í tvö ár. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 1.538 hælisleitendur sótt um vernd. Þar sem afgreiðsla mála tekur frá nokkrum mánuðum upp í tvö ár þá er enn verið að afgreiða mál frá fyrri árum. Þannig hafa 2.620 umsóknir verið afgreiddar á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þegar viðkomandi hefur fengið stöðu flóttamanns þá má segja að við taki nýtt kerfi. Í því kerfi hefur ríkisstjórnin líka innleitt miklar sérreglur og hvata til að sækja um vernd á Íslandi en það væri efni í aðra grein. Af þeim 2.620 umsóknum sem hafa verið afgreiddar í ár þá hafa 894 frá Úkraínu fengið vernd á grundvelli fjöldaflótta, 1.365 hælisleitendur til viðbótar hafa fengið efnislega meðferð og fengu 234 þeirra samþykkta vernd eða samtals 1.128 hælisleitendur sem hafa fengið vernd það sem af er ári og eru þá jafnframt komnir með stöðu flóttamanna á Íslandi með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Þetta segir okkur engu að síður að 1.492 hælisleitendur hafa fengið synjun á árinu eða ekki átt rétt á efnislegri meðferð. Það eru því 1.492 aðilar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar virðast hafa gleymt m.v. að þeir kannast ekki við vandamálið. Hælisleitendur sem eru hér í marga mánuði og allt upp í tvö ár, m.a. í ósamþykktu húsnæði sem ríkisstjórnin fékk sérleyfi til að fólk gæti búið í. Þessir einstaklingar fá einnig vikulegar greiðslur, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu, menntun o.s.frv.? Er það mannúð að búa til kerfi sem hvetur fólk til að koma til landsins, lifa á kerfinu, mega ekki vinna og svo mörgum mánuðum eða árum síðar vera sent til baka? Mikill þrýstingur á innviði Flestir sem hafa fengið vernd á þessu ári, á eftir fólki frá Úkraínu og Venesúela, eru frá Íran, Afganistan og Nígeríu. Aðlögun og þjónusta fyrir þá sem koma frá ólíkum menningarheimum er umfangsmikil og það má með sanni segja að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar á sínum tíma, að breytingar á reglunum myndu hvorki hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir samfélagið, né að þær myndu skapa verulegan þrýsting á innviði svo sem heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi, voru í besta falli barnalegar. Bein útgjöld vegna útlendingamála hafa samtals numið um 60 milljörðum króna síðastliðin 4 ár. Stærsti liðurinn er vegna málefna hælisleitenda. Hér er aðeins um ræða beinan kostnað, en enn hefur ekki verið upplýst um óbein útgjöld, svo sem í heilbrigðis- og menntakerfi. Samkvæmt Fjármálaáætlun 2025-2029, eru þau talin „umtalsverð“. Það er ekki von til þess að ríkisstjórn sem kom okkur í þessa stöðu og skilur enn ekki vandamálið muni taka á því eftir kosningar. Miðflokkurinn leggur til að Ísland fylgi fordæmi danskra jafnaðarmanna. Danir áttuðu sig á að Danmörk væri orðin söluvara glæpagengja og að opin landamæri og velferðarkerfi fara ekki vel saman. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að átta sig á þessu líka. Nýtum fjármagnið sem fer í málaflokkinn til að hjálpa viðráðanlegum fjölda sem best, tökum út úr kerfinu sérreglur, aðstoðum á nærsvæðum átaka, tökum vel á móti þeim sem við bjóðum hingað og styðjum þá til að blómstra og aðlagast samfélaginu. Til þess þarf skýra stefnu og ná stjórn á málaflokknum. Miðflokkurinn er klár. Áfram Ísland! Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvestur kjördæmi
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun