Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:54 Íslenska landsliðið fékk að koma upp á svið hjá sjálfum Ed Sullivan í eftirminnilegri ferð fyrir 50 árum síðan. Kaninn Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma. Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport.
Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01
Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32