Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. nóvember 2024 09:00 Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun