Skoðun

Fjár­fest í mínum skóla

Sigmar Þormar skrifar

Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið.

Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur.

Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga.

Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag.

Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn.

Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum.

Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×