Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar 20. nóvember 2024 15:31 Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar