„Bara svona skítatilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:36 Vísir/Anton Brink Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira