Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Jón Fannar Kolbeinsson skrifa 19. nóvember 2024 13:45 Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar