Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun