Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2024 15:18 Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Íslensk tunga Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun