200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar 15. nóvember 2024 10:03 Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun