„Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2024 21:34 Pétur Ingvarsson er að fá bandarískan leikmann sem spilaði í NBA. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“ Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira