Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar 11. nóvember 2024 10:47 Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun