„Verður sérstök stund fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 10:03 Benedikt fagnar því að ná landsliðinu loks aftur saman í keppnisverkefni. Vísir/Hulda Margrét „Núna er loksins komið að þessu,“ segir Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, um verkefni kvöldsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á næsta ári. Liðið hefur beðið lengi eftir því að komast aftur saman út á völl. Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enski boltinn Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enski boltinn Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti