Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 7. nóvember 2024 08:02 Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun