Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Lífeyrissjóðir Kjaramál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun