„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 21:01 Elvar Örn Jónsson hefur verið frábær með félagsliði sínu á leiktíðinni. Getty Images/Tom Weller „Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi. Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Sjá meira
Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00