Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar 4. nóvember 2024 11:02 Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun