Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar 4. nóvember 2024 07:47 Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun