Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar 4. nóvember 2024 07:47 Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun