Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar 2. nóvember 2024 14:01 Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun