Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 31. október 2024 06:17 Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun