Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:31 Joe Mazzulla hefur gert frábæra hluti með Boston Celtics. Liðið er ríkjandi meistari og hefur byrjað nýtt tímabil vel. Getty/Chris Coduto Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta. Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews) NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews)
NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira