„Lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“ Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 16:01 Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“. Þessi orð skáru mig inn að hjartanu, því þau endurspegla blákaldan veruleika sem margir foreldra fatlaðra barna standa frammi fyrir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessar ungu stelpur fundið fyrir meiri mótvindi en ófatlaðir jafnaldrar. Þær hafa verið hjá þroskaþjálfum, iðjuþjálfun, sérkennurum, sjúkraþjálfurum ásamt því að liggja inni á spítala og tekið fjölda lyfja frá unga aldri. Þá er vert að taka fram að foreldrar fatlaðra barna þurfa nánast undantekningalaust að taka baráttur við kerfið um að tryggja aðgengi barnanna sinna að þessum grundvallarþörfum. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þessi mótvindur snýr ekki bara að kerfinu og baráttunni um grundvallarréttindi fatlaðra heldur þurfa þær einnig að glíma við samfélagið sem vinnur sjaldan með þeim. Fræðsla í skólum á fötlunum barna er afar takmörkuð og skilningur því skólafélaga eftir því gagnvart takmörkunum fatlaðra í félagslegum samskiptum og hreyfigetu. Almennt séð er aðgengi fatlaðra barna að íþróttastarfi takmarkað. Oft veltur það á einstaklingsframtak innan íþróttahreyfinga eða foreldrum sem þurfa að berjast fyrir því að barnið þeirra fái að æfa íþróttir. Staðreyndin að aðeins 4% fatlaðra barna stundi íþróttir er sláandi. Það er átakanlegt að þurfa að útskýra fyrir fötluðu barninu sínu að frammistaða þess sé ekki léleg þrátt fyrir að það tapi alltaf fyrir ófötluðum jafnöldrum og jafnvel yngri börnum því það eru engin önnur fötluð börn að æfa íþróttirnar. Áhætta fatlaðra einstaklinga, sérstaklega fatlaðra barna og kvenna að verða fyrir ofbeldi er mun meiri en þeirra sem eru ófatlaðir Fötluð börn eru 2-3 sinnum líklegri að verða fyrir beitt kynferðisofbeldi en ófötluð börn og fatlaðar konur eru 10 sinnum líklegri að verða fyrir líkamlegu- og kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Vinnumarkaðurinn tekur svo ekki beint fagnandi á móti fötluðum einstaklingum en í vor kom í fréttum að 300 fatlaðir einstaklingar séu á biðlista eftir atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Þetta er vannýttur mannauður sem fær ekki tækifæri og jafnvel útilokaður frá vinnumarkaði þar sem þau passa ekki í rammann sem búið er að sníða. Þrátt fyrir að lífið sé stundum ósanngjarnt, vegna þessara stóru áskorana og áhætta sem hér eru taldar upp, gefumst við að sjálfsögðu aldrei upp. Framtíð þessara flottu vinkvenna og annarra fatlaðra barna verður að berjast fyrir og það gerum við foreldrar og annað baráttufólk svo sannarlega. Áminning um raunverulega stöðu þessa viðkvæma hóps er mikilvægur þáttur í baráttunni. Fötlun er ekki tabú, ekki smán – fatlaðir eru einstaklingar með styrkleika og hæfileika sem eiga að fá að njóta sín í samfélaginu eins og aðrir! Höfundur er móðir og baráttukona fatlaðs barns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“. Þessi orð skáru mig inn að hjartanu, því þau endurspegla blákaldan veruleika sem margir foreldra fatlaðra barna standa frammi fyrir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessar ungu stelpur fundið fyrir meiri mótvindi en ófatlaðir jafnaldrar. Þær hafa verið hjá þroskaþjálfum, iðjuþjálfun, sérkennurum, sjúkraþjálfurum ásamt því að liggja inni á spítala og tekið fjölda lyfja frá unga aldri. Þá er vert að taka fram að foreldrar fatlaðra barna þurfa nánast undantekningalaust að taka baráttur við kerfið um að tryggja aðgengi barnanna sinna að þessum grundvallarþörfum. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þessi mótvindur snýr ekki bara að kerfinu og baráttunni um grundvallarréttindi fatlaðra heldur þurfa þær einnig að glíma við samfélagið sem vinnur sjaldan með þeim. Fræðsla í skólum á fötlunum barna er afar takmörkuð og skilningur því skólafélaga eftir því gagnvart takmörkunum fatlaðra í félagslegum samskiptum og hreyfigetu. Almennt séð er aðgengi fatlaðra barna að íþróttastarfi takmarkað. Oft veltur það á einstaklingsframtak innan íþróttahreyfinga eða foreldrum sem þurfa að berjast fyrir því að barnið þeirra fái að æfa íþróttir. Staðreyndin að aðeins 4% fatlaðra barna stundi íþróttir er sláandi. Það er átakanlegt að þurfa að útskýra fyrir fötluðu barninu sínu að frammistaða þess sé ekki léleg þrátt fyrir að það tapi alltaf fyrir ófötluðum jafnöldrum og jafnvel yngri börnum því það eru engin önnur fötluð börn að æfa íþróttirnar. Áhætta fatlaðra einstaklinga, sérstaklega fatlaðra barna og kvenna að verða fyrir ofbeldi er mun meiri en þeirra sem eru ófatlaðir Fötluð börn eru 2-3 sinnum líklegri að verða fyrir beitt kynferðisofbeldi en ófötluð börn og fatlaðar konur eru 10 sinnum líklegri að verða fyrir líkamlegu- og kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Vinnumarkaðurinn tekur svo ekki beint fagnandi á móti fötluðum einstaklingum en í vor kom í fréttum að 300 fatlaðir einstaklingar séu á biðlista eftir atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Þetta er vannýttur mannauður sem fær ekki tækifæri og jafnvel útilokaður frá vinnumarkaði þar sem þau passa ekki í rammann sem búið er að sníða. Þrátt fyrir að lífið sé stundum ósanngjarnt, vegna þessara stóru áskorana og áhætta sem hér eru taldar upp, gefumst við að sjálfsögðu aldrei upp. Framtíð þessara flottu vinkvenna og annarra fatlaðra barna verður að berjast fyrir og það gerum við foreldrar og annað baráttufólk svo sannarlega. Áminning um raunverulega stöðu þessa viðkvæma hóps er mikilvægur þáttur í baráttunni. Fötlun er ekki tabú, ekki smán – fatlaðir eru einstaklingar með styrkleika og hæfileika sem eiga að fá að njóta sín í samfélaginu eins og aðrir! Höfundur er móðir og baráttukona fatlaðs barns
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun