Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:31 Martin í landsleik með Íslandi gegn Tyrklandi Vísir/Getty Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld. Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Sport Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Hlaðborð af körfubolta Sport Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld.
Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Sport Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Hlaðborð af körfubolta Sport Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira