Landsliðshetjan í áfalli: Ég skelf öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:30 Katrine Lunde er frábær markvörður og var síðast í stór hlutverki þegar Norðmenn unnu Ólympíugull í París í ágúst. Getty/Buda Mendes Katrine Lunde er enn einn besti handboltamarkvörður heims þótt að hún haldi upp á 45 ára afmælið í mars. Það breytir ekki því að hún gæti verið án félags á föstudaginn. Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024 Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira