Fyrirtækin greiða ekki virðisaukaskatt Friðrik Árnason skrifar 16. október 2024 07:32 Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun