Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. október 2024 19:01 Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun