Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. október 2024 19:01 Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun