Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 14:02 Steve Ballmer er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Los Angeles Clippers. Hann er körfuboltaáhugamaður fram í fingurgóma. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira