Starfslýsing kennarans Davíð Már Sigurðsson skrifar 17. október 2024 07:02 Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar