Varði ekki viðsnúninginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. október 2024 07:32 Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar