Atvinnurógur Kristófers um skemmtiferðaskipageirann Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 13. október 2024 09:30 Í ár hefur íslensk ferðaþjónusta glímt við áskoranir vegna eldsumbrota, harðnandi samkeppni og verðlags en við þær aðstæður hefur geirinn venjulega þétt raðirnar og staðið vörð um orðspor Íslands sem áhugaverðs áfangastaðar. Við þessar óákjósanlegu aðstæður hafa komur skemmtiferðaskipa haft mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna enda eru farþegar skipanna léttari á innviði en aðrir ferðamenn og skila að auki miklum tekjum, meðal annars á landsbyggðinni og oft á stöðum sem njóta ekki hins hefðbundna ferðamannastraums – ekki síst frá minni skemmtiferðaskipum í hringsiglingum, en þau njóta tollfrelsis reglna sem gilda út þetta ár. Tollfrelsi þetta fer hins vegar allverulega fyrir brjóstið á formanni Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), Kristófer Oliverssyni, sem í viðtali við RÚV í vikunni lét frá sér fjölda rangra staðhæfinga. Sumarið hefur þrátt fyrir áskoranir ferðaþjónustunnar verið einstaklega vel heppnað hvað skemmtiferðaskip varðar, enda er íslensk ferðaþjónusta fljót að tileinka sér þekkingu sem nýtist við að þjónusta skipin. Á meðal fyrirtækja í þjónustu við skemmtiferðaskip eru einnig aðilar í samtökum Kristófers, FHG. Í umfjöllun RÚV þar sem einnig var rætt við formann Cruise Iceland, Sigurð Jökul Ólafsson, gekk Kristófer svo langt að ýja að því að aðstæður starfsfólks um borð í skipunum væru hugsanlega athugaverðar, að skipin greiddu ekki skatta né hefðu skyldur á Íslandi og að þau 15% ferðamanna sem kæmu með skipunum væru meira fyrir en 85% sem koma með öðrum hætti til landsins. Þessar aðdróttanir eru atvinnurógur og ekki sæmandi formanni FHG, né eru þær lýsandi fyrir viðhorf félaga FHG hverra hagsmuna hann á að gæta. Hóteleigandi í Reykjavík leggur til landsbyggðarskatt á ferðaþjónustu Afnám tollfrelsis er fyrirhugað um áramótin eftir breytingar á lögum í fjármálaráðuneytinu árið 2022. Þó hefur ekki enn verið lagt mat á afleiðingar afnámsins eins og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mælti fyrir um í fyrra. Þá á að afnema tollfrelsið án þess að sú aðgerð njóti nokkurs stuðnings, nema frá Kristófer sjálfum. Það er mjög miður formaður FHG hafi verið manna duglegastur að berjast fyrir gjaldtöku á aðra geira ferðaþjónustunnar. Bæði hótel og flugfélög njóta mikilla tekna af skiptifarþegum skemmtiferðaskipanna en þessir tveir geirar ferðaþjónustunnar eru einmitt þeir sem eru mest háðir samvirkni við aðra geira ferðaþjónustunnar. Ástæðan er sú að ferðamenn koma ekki beinlínis til Íslands til þess að gista á hóteli eða til að sitja í flugvél. Þvert á móti þá er andlag ferðarinnar landið sjálft, náttúra þess og menning. Þessi tveir geirar þurfa því að eiga í sérstaklega góðu samstarfi við aðra geira ferðaþjónustunnar. Vegna þess hefur Cruise Iceland boðið Kristófer á viðburði á sínum vegum og deilt með honum upplýsingum. Það er því mjög miður að hann skuli þrátt fyrir það halda á lofti ítrekuðum rangfærslum um skemmtiferðaskipin sem félagar innan Cruise Iceland eiga í viðskiptum við. Skemmtiferðaskip greiða til dæmis gistináttaskatt, eins og hótelin hans Kristófers, þótt þau taki ekki lóðapláss í landi né valdi álagi á innviði eins og lagnakerfi, sorphirðu sveitarfélaga eða slíkt. Skipin greiða stórar upphæðir í hafnargjöld, kaupa sorphirðuþjónustu, endurvinnsluþjónustu og fleira slíkt þótt þau flytji mest með sér aftur til upphafsstaðar ferðarinnar til endurvinnslu. Skipin kaupa íslenskan fisk, lambakjöt og bjór svo eitthvað sé nefnt og ferðamennirnir af þeim eru dýrmætir og kaupa allt frá leigubílaþjónustu til þyrluflugs í landi, auk auðvitað gistingar og flugs þegar um skiptifarþega er að ræða. Afnám tollfrelsisins sem Kristófer vill ná fram myndi breyta verði ferðar með skemmtiferðaskipi í hringsiglingu svo umtalsvert að skipafélögin geta ekki borið breytinguna ein og því er afbókun eini kosturinn í flestum tilfellum. Það eitt og sér er í raun nóg en það er samt sem áður öllu verra að skrifræðið verður svo mikið að ferðirnar verða ómögulegar í núverandi formi. Í öllum vestrænum löndum eru svo viðamiklar gjaldabreytingar hins opinbera ákvarðaðar og hannaðar með nokkurra ára fyrirvara. Á Íslandi hins vegar, þremur mánuðum fyrir afnám tollfrelsis, veit enn enginn hvernig hið opinbera hyggst framkvæma afnámið. Þetta er ekki gott til afspurnar fyrir íslenska stjórnsýslu og í raun er það sérstakt vandamál fyrir íslensk stjórnvöld sem segjast styðja við íslenskt atvinnulíf ef einn maður hefur slík ítök innan stjórnsýslunnar að geta knúið fram mál eins og afnám tollfrelsisins, eins og virðist vera raunin. Cruise Iceland og fleiri hafa þrýst á um að afnáminu verði frestað um tvö ár á meðan lagt verði mat á efnahagslegar afleiðingar aðgerðarinnar. Og hvað gerist ef afnám tollfrelsisins verður að veruleika? Afleiðingin verður sú að ferðaþjónusta á landsbyggðinni auk sumra í samtökum Kristófers munu verða af miklum viðskiptum vegna atvinnurógs hans í garð skemmtiferðaskipa. Sum skipafélögin hafa þegar afbókað ferðir sínar til Íslands vegna þessa. Hvernig verður ferð með skemmtiferðaskipi til? Ferð á skemmtiferðaskipi sem farin verður næsta vor um Ísland var að öllum líkindum skipulögð árið 2022 og seld 2023. Það þýðir að skipafélagið var búið að athuga forsendur hjá höfnum, þjónustuveitendum, birgjum, hótelum, flugfélögum og hjá seljendum afþreyingar. Að afnema tollfrelsi með fyrirvara um framkvæmd upp á örfáar vikur mun þýða meiriháttar skriffinsku og forsendubrest sem snertir alla þessa aðila. Það mun þó hafa mest áhrif á margar brothættar byggðir á landsbyggðinni og skipafélögin sjálf. Munum að skipafélögin reka tugi skipa hvert, sem heimasækja áfangastaði um allan heim – áfangastaði sem geta verið í samkeppni við Ísland. Þar sem ferðir með skemmtiferðaskipum eru seldar allt að þrjú ár fram í tímann verða skipafélögin því að taka á sig allan kostnað af aukinni gjaldttöku, enda meinar evrópsk neytendalöggjöf innheimtu hjá viðskiptavin vegna aukinnar gjaldtöku eftir á. Þetta eru viðskiptahættirnir sem Kristófer vill að íslensk stjórnvöld bjóði upp á. Nógu slæmt var að skipafélögin þyrftu sjálf að greiða gistnáttaskattinn eftir að hafa selt t.d. ferðir fyrir núverandi ár fyrir 2-3 árum síðan. Þetta er ekki gott til afspurnar fyrir erlend fyrirtæki sem stunda viðskipti við Ísland. Tollfrelsi skilar félögum FHG á öðrum milljarði króna Kristófer hefur statt og stöðugt haldið fram að skemmtiferðaskip séu í samkeppni við hótel og gististaði þegar staðreyndin er sú að skemmtiferðaskipin eru mikilvægir viðskiptavinir hótela. Þau skip sem stunda hringsiglingar í skjóli tollfrelsis kaupa hótelgistingu á höfuðborgarsvæðinu fyrir á annan milljarð króna á ári fyrir farþega sem koma eða fara með flugi. Erlendis eru meira að segja hótelkeðjur í alþjóðasamtökum skemmtiferðaskipa (CLIA). Og það er líka nöturlegt að þetta séu kveðjurnar til áhafna skemmtiferðaskiptanna sem einnig gista á Center Hotels, sem er í eigu hans Kristófers. Félagar Cruise Iceland vita eftir samtöl að margir félagar í FHG eru mjög óánægðir með atvinnuróg Kristófers, enda munar um á annan milljarð í hótelbókanir frá skipum í hringsiglingum. Þetta eru sömu skip og munu taka Ísland af dagskrá með afnámi tollfrelsisins vegna þess að afnámið, hvernig sem það er innleitt ef af því verður, mun alltaf þýða svo mikið skrifræði fyrir skipafélögin að það verður óframkvæmanlegt. Kristófer ætti að ræða við félaga sína í FHG í stað þess að starfa sem einvaldur. Til dæmis mætti hann ræða við þann félaga FHG sem hefur um 350 milljónir í beinar tekjur vegna hótelbókana frá einum meðlim Cruise Iceland. Þá eru tekjurnar frá hinum félögum Cruise Iceland ótaldar (sem eru á annan milljarð í hótelbókunum eins og áður segir, bara fyrir skip í hringsiglingum). Þessar tekjur segir Kristófer að séu ekki til enda vill hann enn meina að skipin séu í samkeppni við hótelin. Þau orð sem Kristófer lét að auki falla í viðtali við RÚV um að starfsfólk skipanna væru utan við skatta og skyldur á Íslandi eru í besta falli vandræðaleg. Kristófer veit sem er að hliðstætt starfsfólk erlendra flugfélaga sem hingað fljúga greiða ekki heldur skatta og skyldur á Íslandi, eðlilega. Auðvitað starfar fólkið um borð í skipunum innan ramma International Maritime Organization (IMO) og lítur starfsemin því alþjóðlegu regluverki. Hann veit líka að þetta eru eftirsóknarverð störf eftir að hafa heimsótt skip í hringsiglingum í boði Cruise Iceland í sumar. Hann er að rústa heilli atvinnugrein Staðreyndin er sú að farþegar af skemmtiferðaskipum eru mjög mikilvægir fyrir íslenska ferðaþjónustu, og ómetanlegir á landsbyggðinni. Þar sem snertingar um landið við farþega eru um 1310 þúsund (e. throughputs) þá þýðir það að hver farþegi kemur við í nokkrum höfnum (farþegarnir sjálfir eru í kringum 310 þúsund). Skip í hringsiglingum, þau sem verða fyrir afnámi tollfrelsis, stoppa víða um landið í 31 höfn. Þau munu hverfa frá með ómældum skaða fyrir brothættar byggðir. Einn ferðaþjónustuaðilinn á landsbyggðinni á fjarfundi Cruise Iceland í vikunni sagði einfaldlega ”hann er að rústa heilli atvinnugrein” og átti þar við baráttu Kristófers gegn skemmtiferðaskipunum. Sem hagsmunagæslumaður spyr maður sig hverra erinda Kristófer gengur fyrst félög hans í FHG hafa einna mestu hagsmunina af 156.454 farþegum í farþegaskiptum skemmtiferðaskipanna í ár, ferðamönnunum sem þurfa gistingu og flug til að komast til skipanna og frá þeim, einmitt á suðvesturhorninu þar sem Kristófer og félagar reka sín hótel. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Ingvar Örn Ingvarsson Mest lesið Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ár hefur íslensk ferðaþjónusta glímt við áskoranir vegna eldsumbrota, harðnandi samkeppni og verðlags en við þær aðstæður hefur geirinn venjulega þétt raðirnar og staðið vörð um orðspor Íslands sem áhugaverðs áfangastaðar. Við þessar óákjósanlegu aðstæður hafa komur skemmtiferðaskipa haft mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna enda eru farþegar skipanna léttari á innviði en aðrir ferðamenn og skila að auki miklum tekjum, meðal annars á landsbyggðinni og oft á stöðum sem njóta ekki hins hefðbundna ferðamannastraums – ekki síst frá minni skemmtiferðaskipum í hringsiglingum, en þau njóta tollfrelsis reglna sem gilda út þetta ár. Tollfrelsi þetta fer hins vegar allverulega fyrir brjóstið á formanni Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), Kristófer Oliverssyni, sem í viðtali við RÚV í vikunni lét frá sér fjölda rangra staðhæfinga. Sumarið hefur þrátt fyrir áskoranir ferðaþjónustunnar verið einstaklega vel heppnað hvað skemmtiferðaskip varðar, enda er íslensk ferðaþjónusta fljót að tileinka sér þekkingu sem nýtist við að þjónusta skipin. Á meðal fyrirtækja í þjónustu við skemmtiferðaskip eru einnig aðilar í samtökum Kristófers, FHG. Í umfjöllun RÚV þar sem einnig var rætt við formann Cruise Iceland, Sigurð Jökul Ólafsson, gekk Kristófer svo langt að ýja að því að aðstæður starfsfólks um borð í skipunum væru hugsanlega athugaverðar, að skipin greiddu ekki skatta né hefðu skyldur á Íslandi og að þau 15% ferðamanna sem kæmu með skipunum væru meira fyrir en 85% sem koma með öðrum hætti til landsins. Þessar aðdróttanir eru atvinnurógur og ekki sæmandi formanni FHG, né eru þær lýsandi fyrir viðhorf félaga FHG hverra hagsmuna hann á að gæta. Hóteleigandi í Reykjavík leggur til landsbyggðarskatt á ferðaþjónustu Afnám tollfrelsis er fyrirhugað um áramótin eftir breytingar á lögum í fjármálaráðuneytinu árið 2022. Þó hefur ekki enn verið lagt mat á afleiðingar afnámsins eins og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mælti fyrir um í fyrra. Þá á að afnema tollfrelsið án þess að sú aðgerð njóti nokkurs stuðnings, nema frá Kristófer sjálfum. Það er mjög miður formaður FHG hafi verið manna duglegastur að berjast fyrir gjaldtöku á aðra geira ferðaþjónustunnar. Bæði hótel og flugfélög njóta mikilla tekna af skiptifarþegum skemmtiferðaskipanna en þessir tveir geirar ferðaþjónustunnar eru einmitt þeir sem eru mest háðir samvirkni við aðra geira ferðaþjónustunnar. Ástæðan er sú að ferðamenn koma ekki beinlínis til Íslands til þess að gista á hóteli eða til að sitja í flugvél. Þvert á móti þá er andlag ferðarinnar landið sjálft, náttúra þess og menning. Þessi tveir geirar þurfa því að eiga í sérstaklega góðu samstarfi við aðra geira ferðaþjónustunnar. Vegna þess hefur Cruise Iceland boðið Kristófer á viðburði á sínum vegum og deilt með honum upplýsingum. Það er því mjög miður að hann skuli þrátt fyrir það halda á lofti ítrekuðum rangfærslum um skemmtiferðaskipin sem félagar innan Cruise Iceland eiga í viðskiptum við. Skemmtiferðaskip greiða til dæmis gistináttaskatt, eins og hótelin hans Kristófers, þótt þau taki ekki lóðapláss í landi né valdi álagi á innviði eins og lagnakerfi, sorphirðu sveitarfélaga eða slíkt. Skipin greiða stórar upphæðir í hafnargjöld, kaupa sorphirðuþjónustu, endurvinnsluþjónustu og fleira slíkt þótt þau flytji mest með sér aftur til upphafsstaðar ferðarinnar til endurvinnslu. Skipin kaupa íslenskan fisk, lambakjöt og bjór svo eitthvað sé nefnt og ferðamennirnir af þeim eru dýrmætir og kaupa allt frá leigubílaþjónustu til þyrluflugs í landi, auk auðvitað gistingar og flugs þegar um skiptifarþega er að ræða. Afnám tollfrelsisins sem Kristófer vill ná fram myndi breyta verði ferðar með skemmtiferðaskipi í hringsiglingu svo umtalsvert að skipafélögin geta ekki borið breytinguna ein og því er afbókun eini kosturinn í flestum tilfellum. Það eitt og sér er í raun nóg en það er samt sem áður öllu verra að skrifræðið verður svo mikið að ferðirnar verða ómögulegar í núverandi formi. Í öllum vestrænum löndum eru svo viðamiklar gjaldabreytingar hins opinbera ákvarðaðar og hannaðar með nokkurra ára fyrirvara. Á Íslandi hins vegar, þremur mánuðum fyrir afnám tollfrelsis, veit enn enginn hvernig hið opinbera hyggst framkvæma afnámið. Þetta er ekki gott til afspurnar fyrir íslenska stjórnsýslu og í raun er það sérstakt vandamál fyrir íslensk stjórnvöld sem segjast styðja við íslenskt atvinnulíf ef einn maður hefur slík ítök innan stjórnsýslunnar að geta knúið fram mál eins og afnám tollfrelsisins, eins og virðist vera raunin. Cruise Iceland og fleiri hafa þrýst á um að afnáminu verði frestað um tvö ár á meðan lagt verði mat á efnahagslegar afleiðingar aðgerðarinnar. Og hvað gerist ef afnám tollfrelsisins verður að veruleika? Afleiðingin verður sú að ferðaþjónusta á landsbyggðinni auk sumra í samtökum Kristófers munu verða af miklum viðskiptum vegna atvinnurógs hans í garð skemmtiferðaskipa. Sum skipafélögin hafa þegar afbókað ferðir sínar til Íslands vegna þessa. Hvernig verður ferð með skemmtiferðaskipi til? Ferð á skemmtiferðaskipi sem farin verður næsta vor um Ísland var að öllum líkindum skipulögð árið 2022 og seld 2023. Það þýðir að skipafélagið var búið að athuga forsendur hjá höfnum, þjónustuveitendum, birgjum, hótelum, flugfélögum og hjá seljendum afþreyingar. Að afnema tollfrelsi með fyrirvara um framkvæmd upp á örfáar vikur mun þýða meiriháttar skriffinsku og forsendubrest sem snertir alla þessa aðila. Það mun þó hafa mest áhrif á margar brothættar byggðir á landsbyggðinni og skipafélögin sjálf. Munum að skipafélögin reka tugi skipa hvert, sem heimasækja áfangastaði um allan heim – áfangastaði sem geta verið í samkeppni við Ísland. Þar sem ferðir með skemmtiferðaskipum eru seldar allt að þrjú ár fram í tímann verða skipafélögin því að taka á sig allan kostnað af aukinni gjaldttöku, enda meinar evrópsk neytendalöggjöf innheimtu hjá viðskiptavin vegna aukinnar gjaldtöku eftir á. Þetta eru viðskiptahættirnir sem Kristófer vill að íslensk stjórnvöld bjóði upp á. Nógu slæmt var að skipafélögin þyrftu sjálf að greiða gistnáttaskattinn eftir að hafa selt t.d. ferðir fyrir núverandi ár fyrir 2-3 árum síðan. Þetta er ekki gott til afspurnar fyrir erlend fyrirtæki sem stunda viðskipti við Ísland. Tollfrelsi skilar félögum FHG á öðrum milljarði króna Kristófer hefur statt og stöðugt haldið fram að skemmtiferðaskip séu í samkeppni við hótel og gististaði þegar staðreyndin er sú að skemmtiferðaskipin eru mikilvægir viðskiptavinir hótela. Þau skip sem stunda hringsiglingar í skjóli tollfrelsis kaupa hótelgistingu á höfuðborgarsvæðinu fyrir á annan milljarð króna á ári fyrir farþega sem koma eða fara með flugi. Erlendis eru meira að segja hótelkeðjur í alþjóðasamtökum skemmtiferðaskipa (CLIA). Og það er líka nöturlegt að þetta séu kveðjurnar til áhafna skemmtiferðaskiptanna sem einnig gista á Center Hotels, sem er í eigu hans Kristófers. Félagar Cruise Iceland vita eftir samtöl að margir félagar í FHG eru mjög óánægðir með atvinnuróg Kristófers, enda munar um á annan milljarð í hótelbókanir frá skipum í hringsiglingum. Þetta eru sömu skip og munu taka Ísland af dagskrá með afnámi tollfrelsisins vegna þess að afnámið, hvernig sem það er innleitt ef af því verður, mun alltaf þýða svo mikið skrifræði fyrir skipafélögin að það verður óframkvæmanlegt. Kristófer ætti að ræða við félaga sína í FHG í stað þess að starfa sem einvaldur. Til dæmis mætti hann ræða við þann félaga FHG sem hefur um 350 milljónir í beinar tekjur vegna hótelbókana frá einum meðlim Cruise Iceland. Þá eru tekjurnar frá hinum félögum Cruise Iceland ótaldar (sem eru á annan milljarð í hótelbókunum eins og áður segir, bara fyrir skip í hringsiglingum). Þessar tekjur segir Kristófer að séu ekki til enda vill hann enn meina að skipin séu í samkeppni við hótelin. Þau orð sem Kristófer lét að auki falla í viðtali við RÚV um að starfsfólk skipanna væru utan við skatta og skyldur á Íslandi eru í besta falli vandræðaleg. Kristófer veit sem er að hliðstætt starfsfólk erlendra flugfélaga sem hingað fljúga greiða ekki heldur skatta og skyldur á Íslandi, eðlilega. Auðvitað starfar fólkið um borð í skipunum innan ramma International Maritime Organization (IMO) og lítur starfsemin því alþjóðlegu regluverki. Hann veit líka að þetta eru eftirsóknarverð störf eftir að hafa heimsótt skip í hringsiglingum í boði Cruise Iceland í sumar. Hann er að rústa heilli atvinnugrein Staðreyndin er sú að farþegar af skemmtiferðaskipum eru mjög mikilvægir fyrir íslenska ferðaþjónustu, og ómetanlegir á landsbyggðinni. Þar sem snertingar um landið við farþega eru um 1310 þúsund (e. throughputs) þá þýðir það að hver farþegi kemur við í nokkrum höfnum (farþegarnir sjálfir eru í kringum 310 þúsund). Skip í hringsiglingum, þau sem verða fyrir afnámi tollfrelsis, stoppa víða um landið í 31 höfn. Þau munu hverfa frá með ómældum skaða fyrir brothættar byggðir. Einn ferðaþjónustuaðilinn á landsbyggðinni á fjarfundi Cruise Iceland í vikunni sagði einfaldlega ”hann er að rústa heilli atvinnugrein” og átti þar við baráttu Kristófers gegn skemmtiferðaskipunum. Sem hagsmunagæslumaður spyr maður sig hverra erinda Kristófer gengur fyrst félög hans í FHG hafa einna mestu hagsmunina af 156.454 farþegum í farþegaskiptum skemmtiferðaskipanna í ár, ferðamönnunum sem þurfa gistingu og flug til að komast til skipanna og frá þeim, einmitt á suðvesturhorninu þar sem Kristófer og félagar reka sín hótel. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland.
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar