Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifa 10. október 2024 13:03 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun