Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar 5. október 2024 15:31 Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun