Telur að Thomas sé betri en Basile Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2024 12:16 Devon Thomas fer vel af stað í gula búningnum. stöð 2 sport Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. Thomas skoraði 31 stig þegar Grindavík bar sigurorð af nýliðum ÍR, 100-81, í Smáranum í Bónus deildinni í gær. „Hann er rosalega snöggur. Hann er duglegur að koma sér á körfuna og frábær í að klára. Þetta fyrsta skref hjá honum er ótrúlega snöggt og svo klárar hann vel í kringum hringinn. Ég er hrifinn af öllu nema hárinu. Hann mætti mögulega gera eitthvað í því,“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stefán Árni Pálsson spurði Jón Halldór hvort Thomas væri betri eða verri leikmaður en Basile sem lék með Grindavík í fyrra eins og fyrr sagði. „Betri,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þá aðallega bara líkamstjáningin, hvað hann er að gera fyrir liðsfélaga sína, hvernig hann talar við þá. Hann er lítið að pæla í því hvað áhorfendur eru að segja um hann, allavega í þessum leik. Hann einbeitti sér að körfubolta, skaut illa en er geggjaður að fara á hringinn og ég held að skotin komi til með að detta þegar líður á tímabilið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Devon Thomas Thomas og félagar hans í Grindavík mæta Haukum eftir viku í næsta leik sínum í Bónus deildinni. Á síðasta tímabili fóru Grindvíkingar alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir Valsmönnum í oddaleik. Innslagið um Thomas má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Thomas skoraði 31 stig þegar Grindavík bar sigurorð af nýliðum ÍR, 100-81, í Smáranum í Bónus deildinni í gær. „Hann er rosalega snöggur. Hann er duglegur að koma sér á körfuna og frábær í að klára. Þetta fyrsta skref hjá honum er ótrúlega snöggt og svo klárar hann vel í kringum hringinn. Ég er hrifinn af öllu nema hárinu. Hann mætti mögulega gera eitthvað í því,“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stefán Árni Pálsson spurði Jón Halldór hvort Thomas væri betri eða verri leikmaður en Basile sem lék með Grindavík í fyrra eins og fyrr sagði. „Betri,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þá aðallega bara líkamstjáningin, hvað hann er að gera fyrir liðsfélaga sína, hvernig hann talar við þá. Hann er lítið að pæla í því hvað áhorfendur eru að segja um hann, allavega í þessum leik. Hann einbeitti sér að körfubolta, skaut illa en er geggjaður að fara á hringinn og ég held að skotin komi til með að detta þegar líður á tímabilið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Devon Thomas Thomas og félagar hans í Grindavík mæta Haukum eftir viku í næsta leik sínum í Bónus deildinni. Á síðasta tímabili fóru Grindvíkingar alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir Valsmönnum í oddaleik. Innslagið um Thomas má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira