Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar 4. október 2024 13:01 Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar. Þekkingarsamfélag fjárfestir - í þekkingu Þegar við fjárfestum í heilsu, húsnæði eða fyrirtæki væntum við þess að sú fjárfesting beri ávöxt í formi betri heilsu, huggulegu heimili eða verðmætara fyrirtæki. Við sem samfélag fjárfestum í menntun þjóðarinnar í gegnum menntakerfi okkar og í nýrri þekkingu með því að fjármagna rannsóknir og þróun í landinu. Við væntum þess að bæði menntunin og þekkingin skili sér í betra og upplýstara þekkingarsamfélagi þar sem verða til spennandi störf og verðmæti sem gera okkur samkeppnishæf meðal þjóða. Ísland býr að hágæða vísindafólki sem hefur menntað sig innan sem utan landsteinanna og ber með sér færni og þekkingu sem er á heimsmælikvarða. Þessa þekkingu þarf að virkja og flytja út í samfélagið til að þróa þar lausnir, tækni og verðmæti sem eru einmitt - á heimsmælikvarða! Rannsóknar- og þróunarstarf fer fram bæði innan veggja fyrirtækja og einkum innan háskóla og rannsóknastofnana. Stuðningur Íslands við rannsóknir og þróun (R&Þ) fyrirtækja fer fram með endurgreiðslu R&Þ kostnaðar og er þar um að ræða verulegar upphæðir, enda er Ísland einna rausnarlegast meðal OECD ríkja í þessum flokki stuðnings. Rannsóknar- og vísindastarf innan háskóla og rannsóknastofnana er fjármagnað að langmestu leyti í gegnum samkeppnissjóði þar sem fjármagni er veitt í bestu verkefnin á samkeppnisgrundvelli. Samanburðarþjóðir okkar eru þessa dagana að stórauka fjárfestingu sína í þekkingu í gegnum slíka samkeppnissjóði til að efla vísindarannsóknir til að vera betur undirbúin undir framtíðina og sífellt hraðari tækniframfarir. Því miður stefnum við í öfuga átt og hyggjumst skera niður framlög til slíkra samkeppnissjóða sem er ákaflega skammgóður vermir. Sérstaklega þar sem nú er kominn farvegur fyrir þessa fjárfestingu til að berast aftur til samfélagsins, sem er tækni-og þekkingaryfirfærsla. Farvegur til nýsköpunar Fyrir nokkrum árum sameinuðust allir háskólar landsins og helstu rannsóknastofnanir ásamt Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, Vísindagörðum HÍ og Samtökum iðnaðarins um stofnun landsskrifstofu í tækni- og þekkingaryfirfærslu. Markmiðið var að skapa farveg fyrir hagnýtanlegar rannsóknir út í samfélagið og í hendur þeirra sem skapa störf, verðmæti og áhrif samfélaginu til heilla. Stjórnvöld hafa með stuðningi sínum og framsýni gert kleift að taka skrefið. Auðna tæknitorg varð til. Auðna sinnir mörgu öðru en tækni, s.s. þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlamennsku, greiningum á tækifærum, hugverkavernd og ráðgjöf til sprota sem byggja á rannsóknum. Vísinda- og rannsóknastarf aflar nýrrar þekkingar og er uppspretta uppgötvana og uppfinninga. Góð vísindi skila umbyltandi uppfinningum sem oft á tíðum leggja til lausnir við stóru áskorununum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Vísindaleg- og rannsóknasprottin nýsköpun er því þjóðþrifamál auk þess sem hún skapar verðmæti og störf og eykur samkeppnishæfni þjóðarinnar. Rannsóknir benda til þess að vísindasprotar séu jafnvel minna áhættusöm fjárfesting en „venjuleg“ sprotafyrirtæki; meira en 90% vísindasprota eru enn á lífi 5 árum frá stofnun. Ein skýringin er sú að starfsemi sem byggir á margra ára rannsóknum og sjaldgæfri sérþekkingu ásamt tryggðum hugverkarétti, t.a.m. með öflun einkaleyfa snemma í ferlinu, skapar samkeppnisforskot til lengri tíma. Sprenging í einkaleyfaumsóknum Við stofnun Auðnu voru aðilar meðvitaðir um að vísindaumhverfið ætti mikið inni í nýsköpunargetu en samanborið við viðmiðunarlönd eins og t.d. Bandaríkin og ýmis Evrópulönd vorum við einungis að sjá tæplega 10% virkni í einkaleyfaumsóknum hér á landi. Í dag erum við að sjá vakningu í vísindaumhverfinu sem er m.a. afrakstur af starfi Auðnu. Við höfum stuðlað að þessari vakningu með öflugri þjálfun og kynningarstarfsemi og verið óþreytandi í að vekja athygli á mikilvægi þess að rannsóknir skili sér út í samfélagið. Nú er aukin vitund um mikilvægi nýsköpunar innan háskóla- og rannsóknasamfélagsins að skila sér kröftuglega og hefur orðið sprenging í einkaleyfaumsóknum úr háskólaumhverfinu á undanförnum misserum. Umsóknum hefur fjölgað úr einni á ári í eina á mánuði! Einkaleyfi skapa betri forsendur fyrir fjármögnun sprota og við sjáum að vísindasprotunum fjölgar. Bjart framundan? Það er bjart framundan í íslensku þekkingarsamfélagi ef svo fer fram sem horfir. Nú gildir að styðja myndarlega við rannsókna- og vísindastarfsemi í landinu og sjá til þess að farvegirnir til verðmætasköpunar og samfélagslegra áhrifa þorni ekki upp og þekkingar- og tækniyfirfærslan sé öflug. Rannsóknir eru ekki sama og nýsköpun, en þær eru mikilvægasta uppspretta umbyltandi uppfinninga og þekkingar sem í góðu stuðningsumhverfi leiðir til stórkostlegrar nýsköpunar fyrir mannkynið. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar. Þekkingarsamfélag fjárfestir - í þekkingu Þegar við fjárfestum í heilsu, húsnæði eða fyrirtæki væntum við þess að sú fjárfesting beri ávöxt í formi betri heilsu, huggulegu heimili eða verðmætara fyrirtæki. Við sem samfélag fjárfestum í menntun þjóðarinnar í gegnum menntakerfi okkar og í nýrri þekkingu með því að fjármagna rannsóknir og þróun í landinu. Við væntum þess að bæði menntunin og þekkingin skili sér í betra og upplýstara þekkingarsamfélagi þar sem verða til spennandi störf og verðmæti sem gera okkur samkeppnishæf meðal þjóða. Ísland býr að hágæða vísindafólki sem hefur menntað sig innan sem utan landsteinanna og ber með sér færni og þekkingu sem er á heimsmælikvarða. Þessa þekkingu þarf að virkja og flytja út í samfélagið til að þróa þar lausnir, tækni og verðmæti sem eru einmitt - á heimsmælikvarða! Rannsóknar- og þróunarstarf fer fram bæði innan veggja fyrirtækja og einkum innan háskóla og rannsóknastofnana. Stuðningur Íslands við rannsóknir og þróun (R&Þ) fyrirtækja fer fram með endurgreiðslu R&Þ kostnaðar og er þar um að ræða verulegar upphæðir, enda er Ísland einna rausnarlegast meðal OECD ríkja í þessum flokki stuðnings. Rannsóknar- og vísindastarf innan háskóla og rannsóknastofnana er fjármagnað að langmestu leyti í gegnum samkeppnissjóði þar sem fjármagni er veitt í bestu verkefnin á samkeppnisgrundvelli. Samanburðarþjóðir okkar eru þessa dagana að stórauka fjárfestingu sína í þekkingu í gegnum slíka samkeppnissjóði til að efla vísindarannsóknir til að vera betur undirbúin undir framtíðina og sífellt hraðari tækniframfarir. Því miður stefnum við í öfuga átt og hyggjumst skera niður framlög til slíkra samkeppnissjóða sem er ákaflega skammgóður vermir. Sérstaklega þar sem nú er kominn farvegur fyrir þessa fjárfestingu til að berast aftur til samfélagsins, sem er tækni-og þekkingaryfirfærsla. Farvegur til nýsköpunar Fyrir nokkrum árum sameinuðust allir háskólar landsins og helstu rannsóknastofnanir ásamt Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, Vísindagörðum HÍ og Samtökum iðnaðarins um stofnun landsskrifstofu í tækni- og þekkingaryfirfærslu. Markmiðið var að skapa farveg fyrir hagnýtanlegar rannsóknir út í samfélagið og í hendur þeirra sem skapa störf, verðmæti og áhrif samfélaginu til heilla. Stjórnvöld hafa með stuðningi sínum og framsýni gert kleift að taka skrefið. Auðna tæknitorg varð til. Auðna sinnir mörgu öðru en tækni, s.s. þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlamennsku, greiningum á tækifærum, hugverkavernd og ráðgjöf til sprota sem byggja á rannsóknum. Vísinda- og rannsóknastarf aflar nýrrar þekkingar og er uppspretta uppgötvana og uppfinninga. Góð vísindi skila umbyltandi uppfinningum sem oft á tíðum leggja til lausnir við stóru áskorununum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Vísindaleg- og rannsóknasprottin nýsköpun er því þjóðþrifamál auk þess sem hún skapar verðmæti og störf og eykur samkeppnishæfni þjóðarinnar. Rannsóknir benda til þess að vísindasprotar séu jafnvel minna áhættusöm fjárfesting en „venjuleg“ sprotafyrirtæki; meira en 90% vísindasprota eru enn á lífi 5 árum frá stofnun. Ein skýringin er sú að starfsemi sem byggir á margra ára rannsóknum og sjaldgæfri sérþekkingu ásamt tryggðum hugverkarétti, t.a.m. með öflun einkaleyfa snemma í ferlinu, skapar samkeppnisforskot til lengri tíma. Sprenging í einkaleyfaumsóknum Við stofnun Auðnu voru aðilar meðvitaðir um að vísindaumhverfið ætti mikið inni í nýsköpunargetu en samanborið við viðmiðunarlönd eins og t.d. Bandaríkin og ýmis Evrópulönd vorum við einungis að sjá tæplega 10% virkni í einkaleyfaumsóknum hér á landi. Í dag erum við að sjá vakningu í vísindaumhverfinu sem er m.a. afrakstur af starfi Auðnu. Við höfum stuðlað að þessari vakningu með öflugri þjálfun og kynningarstarfsemi og verið óþreytandi í að vekja athygli á mikilvægi þess að rannsóknir skili sér út í samfélagið. Nú er aukin vitund um mikilvægi nýsköpunar innan háskóla- og rannsóknasamfélagsins að skila sér kröftuglega og hefur orðið sprenging í einkaleyfaumsóknum úr háskólaumhverfinu á undanförnum misserum. Umsóknum hefur fjölgað úr einni á ári í eina á mánuði! Einkaleyfi skapa betri forsendur fyrir fjármögnun sprota og við sjáum að vísindasprotunum fjölgar. Bjart framundan? Það er bjart framundan í íslensku þekkingarsamfélagi ef svo fer fram sem horfir. Nú gildir að styðja myndarlega við rannsókna- og vísindastarfsemi í landinu og sjá til þess að farvegirnir til verðmætasköpunar og samfélagslegra áhrifa þorni ekki upp og þekkingar- og tækniyfirfærslan sé öflug. Rannsóknir eru ekki sama og nýsköpun, en þær eru mikilvægasta uppspretta umbyltandi uppfinninga og þekkingar sem í góðu stuðningsumhverfi leiðir til stórkostlegrar nýsköpunar fyrir mannkynið. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun