Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 21:35 Maté Dalmay hafði fáar ástæður til að brosa í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“ Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“
Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32