Hlustum til að skilja Ingrid Kuhlman skrifar 30. september 2024 07:30 Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun