Hlustum til að skilja Ingrid Kuhlman skrifar 30. september 2024 07:30 Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun