Banaslysin eru víðar en við sjáum Sigmar Guðmundsson skrifar 30. september 2024 07:30 Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun