Hvert á að fara með íslenskt þjóðfélag? Reynir Böðvarsson skrifar 25. september 2024 18:03 Miðflokkurinn er furðulegt fyrirbæri. Vill minnstu mögulegu umsvif ríkisins í þjóðarbúskapnum eins og Nýfrjálshyggjan, með eindæmum þjóðernissinnaður, íhaldssamur og einangrunarsinnaður eins og sumir flokkar voru á fjórða og inn á fimmta áratug síðustu aldar og svo er hann með eigin heimatilbúna rökhyggju sem virðist byggja á hliðar staðreyndum (alternativ facts) svipað og Trump. Lýðskrum er þó fremsti eiginleiki flokksins þar sem allt er gert til þess að ná aftur völdum, ekki fyrir almannahag heldur fyrir eigin ávinning og vina. Það er ekkert ólíklegt að Miðflokknum takist að haga málum svo, með hjálp kjósenda og lýðskrums náttúrulega, að þeir jafnvel komist í ráðherrastóla eftir næstu kosningar. Ég held að ég sé ekki einn um þá hugsun að finnast það hræðilegt. Þær skoðanakannanir sem nú birtast um fylgi flokka gefa líklega ekki raunhæfa mynd af því sem kemur til með að koma upp úr kjörkössunum eftir næstu kosningar. Kosningavélar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru ekki einu sinni komnar í upphitun, bakhjarlar þessara flokka hafa ýmis ráð til stuðnings sem ekki eru gerð opinber þar sem þau eru líklega í raun ólögleg. Þetta eru helmingaskiptaflokkarnir sem kunna á allt kerfið, hafa skipað embættismenn í réttar stöður og sem „kunna til verka”. Miðflokkurinn hafði líklega „lögvarinn erfðarétt” að spillingunni þegar hann klauf sig út úr Framsóknarflokknum vegna Panamskjalanna og því klúðri öllu, formenn helmingaskiptaflokkanna voru báðir þar og af sumum kallaðir Panamprinsar Íslands. Viðreisn er jú klofningur úr Sjálfstæðisflokknum og hallar sér fremst að Nýfrjálshyggjunni, allt skal samkvæmt henni markaðsvæðast og haldið skal umsvifum ríkisins í lágmarki, ríkið (sem er náttúrulega okkar) er andstæðingur sem stelur af okkur peningum en markaðurinn (auðvaldið) er af hinu góða samkvæmt Viðreisn. Að hækka skatta er vond vinstri stefna telja þau og hafa Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Miðflokk með sér í þeim kór, þó svo að skólar heilbrigðismál og löggæsla séu fjármögnuð þaðan. Allir þessir flokkar lofa betri opinberri þjónustu með því að lækka fjárframlög þangað, hjúkrunarfræðingur vinnur betri störf á lágum launum virðist vera sjónarmiðið. Flokkur fólksins og Píratar eru báðir áttavilltir á vinstri-hægri ás stjórnmála. Píratar hafa þó afar mikilvægt hlutverk í íslenskum stjórnmálum og það er gagnsæi og góð stjórnsýsla. Það væri miður ef Píratar væru ekki lengur á þingi. Flokkur Fólksins er í raun bara formaðurinn sem kann að gráta í sjónvarpi. Virðist geta bullað endalaust án þess að tapa trúverðugleika í margra augum. Talar um að fátækt verði að útrýma en hafnar algjörlega fjármögnun þess virðist vera. Lýðskrumsflokkur sem í raun er ekkert mark takandi á og væri líklega best að þau hyrfu af Alþingi. Samfylkingin, Jafnaðarmanna flokkur Íslands eins og þau kalla sig er ekki auðveldur að skilgreina eins og hann er í dag. Erfitt að átta sig á hvað flokkurinn vill í raun og veru, allt er svo hóflegt og ekki öfgakennt, engin marktæk skattahækkun eða aukin umsvif ríkisins. Maður fær á tilfinninguna að um sé að ræða Nýfrjálshyggju-light. Þessa sömu leið hafa margir systurflokkar í Evrópu farið og ekki gefist vel, margir hafa fjarlægst tengingu við verkalýðshreyfingar og orðið að einhverskonar menntaelítu flokkum. Mest umhyggja borin fyrir millistéttinni og kjör hinna lægst launuðu ekki höfð í hávegum. Ekki er ólíklegt að fylgið í skoðanakönnunum næstu mánuði fari frekar niður á við en upp. Það gengur ekki til lengdar að hengja það sem einu sinni var fjöldahreyfing upp á eina persónu, hversu frambærileg sem hún er. Vinstri Græn eru í sárum eftir 7 ára vonlaust stjórnarsamstarf við helmingaskiptaflokkana og þá sérstaklega vonlaust samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sérhagsmunaflokk no 1 í íslenskum stjórnmálum. Covid varð þess valdandi að þessir flokkar héldu meirihluta inn í annað kjörtímabil og er þar um að ræða þekkt munstur að stjórnvöld sem fara með þjóð sína í gegnum hörmungar af einhverju tagi fá oft stuðning. Hvort Svandísi Svavarsdóttir takist að bjarga flokknum frá því að detta út af Alþingi vil ég láta ósagt en hún er þó líklegust til þess að takast það af gömlu forystunni. Hún er náttúrulega mjög öflugur stjórnmálaleiðtogi en spurningin er hvort bakpokinn verði henni samt ekki of þungur. Sósíalistaflokkurinn er ekki með sæti á Alþingi en hefur gert sig gildan í borgarstjórn svo eftir er tekið. Ef eitthvað eitt er tekið fram sem mikilvægast í næstu Alþingiskosningum þá er það að mínu mati að Sósíalistaflokkurinn nái inn nokkrum þingmönnum, helst mörgum. Annars er hætta á að vinstri sjónarmið komi þar alls ekki fram og aukin öfl markaðsvæðingar á öllum sviðum fái að herja frítt. Það þarf að auka jöfnuð í þjóðfélaginu sem þýðir náttúrulega aukna skattheimtu frá þeim sem eru aflögufærir, öðruvísi verður það ekki gert. Nýfrjálshyggjan hefur alls staðar beðið skipbrot, innviðir landa grotna niður hvort sem um er að ræða efnislega eða huglæga. Lýðræðislegur sósíalismi er eina raunhæfa stefnan til þess að komast út úr þessum ógöngum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er furðulegt fyrirbæri. Vill minnstu mögulegu umsvif ríkisins í þjóðarbúskapnum eins og Nýfrjálshyggjan, með eindæmum þjóðernissinnaður, íhaldssamur og einangrunarsinnaður eins og sumir flokkar voru á fjórða og inn á fimmta áratug síðustu aldar og svo er hann með eigin heimatilbúna rökhyggju sem virðist byggja á hliðar staðreyndum (alternativ facts) svipað og Trump. Lýðskrum er þó fremsti eiginleiki flokksins þar sem allt er gert til þess að ná aftur völdum, ekki fyrir almannahag heldur fyrir eigin ávinning og vina. Það er ekkert ólíklegt að Miðflokknum takist að haga málum svo, með hjálp kjósenda og lýðskrums náttúrulega, að þeir jafnvel komist í ráðherrastóla eftir næstu kosningar. Ég held að ég sé ekki einn um þá hugsun að finnast það hræðilegt. Þær skoðanakannanir sem nú birtast um fylgi flokka gefa líklega ekki raunhæfa mynd af því sem kemur til með að koma upp úr kjörkössunum eftir næstu kosningar. Kosningavélar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru ekki einu sinni komnar í upphitun, bakhjarlar þessara flokka hafa ýmis ráð til stuðnings sem ekki eru gerð opinber þar sem þau eru líklega í raun ólögleg. Þetta eru helmingaskiptaflokkarnir sem kunna á allt kerfið, hafa skipað embættismenn í réttar stöður og sem „kunna til verka”. Miðflokkurinn hafði líklega „lögvarinn erfðarétt” að spillingunni þegar hann klauf sig út úr Framsóknarflokknum vegna Panamskjalanna og því klúðri öllu, formenn helmingaskiptaflokkanna voru báðir þar og af sumum kallaðir Panamprinsar Íslands. Viðreisn er jú klofningur úr Sjálfstæðisflokknum og hallar sér fremst að Nýfrjálshyggjunni, allt skal samkvæmt henni markaðsvæðast og haldið skal umsvifum ríkisins í lágmarki, ríkið (sem er náttúrulega okkar) er andstæðingur sem stelur af okkur peningum en markaðurinn (auðvaldið) er af hinu góða samkvæmt Viðreisn. Að hækka skatta er vond vinstri stefna telja þau og hafa Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Miðflokk með sér í þeim kór, þó svo að skólar heilbrigðismál og löggæsla séu fjármögnuð þaðan. Allir þessir flokkar lofa betri opinberri þjónustu með því að lækka fjárframlög þangað, hjúkrunarfræðingur vinnur betri störf á lágum launum virðist vera sjónarmiðið. Flokkur fólksins og Píratar eru báðir áttavilltir á vinstri-hægri ás stjórnmála. Píratar hafa þó afar mikilvægt hlutverk í íslenskum stjórnmálum og það er gagnsæi og góð stjórnsýsla. Það væri miður ef Píratar væru ekki lengur á þingi. Flokkur Fólksins er í raun bara formaðurinn sem kann að gráta í sjónvarpi. Virðist geta bullað endalaust án þess að tapa trúverðugleika í margra augum. Talar um að fátækt verði að útrýma en hafnar algjörlega fjármögnun þess virðist vera. Lýðskrumsflokkur sem í raun er ekkert mark takandi á og væri líklega best að þau hyrfu af Alþingi. Samfylkingin, Jafnaðarmanna flokkur Íslands eins og þau kalla sig er ekki auðveldur að skilgreina eins og hann er í dag. Erfitt að átta sig á hvað flokkurinn vill í raun og veru, allt er svo hóflegt og ekki öfgakennt, engin marktæk skattahækkun eða aukin umsvif ríkisins. Maður fær á tilfinninguna að um sé að ræða Nýfrjálshyggju-light. Þessa sömu leið hafa margir systurflokkar í Evrópu farið og ekki gefist vel, margir hafa fjarlægst tengingu við verkalýðshreyfingar og orðið að einhverskonar menntaelítu flokkum. Mest umhyggja borin fyrir millistéttinni og kjör hinna lægst launuðu ekki höfð í hávegum. Ekki er ólíklegt að fylgið í skoðanakönnunum næstu mánuði fari frekar niður á við en upp. Það gengur ekki til lengdar að hengja það sem einu sinni var fjöldahreyfing upp á eina persónu, hversu frambærileg sem hún er. Vinstri Græn eru í sárum eftir 7 ára vonlaust stjórnarsamstarf við helmingaskiptaflokkana og þá sérstaklega vonlaust samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sérhagsmunaflokk no 1 í íslenskum stjórnmálum. Covid varð þess valdandi að þessir flokkar héldu meirihluta inn í annað kjörtímabil og er þar um að ræða þekkt munstur að stjórnvöld sem fara með þjóð sína í gegnum hörmungar af einhverju tagi fá oft stuðning. Hvort Svandísi Svavarsdóttir takist að bjarga flokknum frá því að detta út af Alþingi vil ég láta ósagt en hún er þó líklegust til þess að takast það af gömlu forystunni. Hún er náttúrulega mjög öflugur stjórnmálaleiðtogi en spurningin er hvort bakpokinn verði henni samt ekki of þungur. Sósíalistaflokkurinn er ekki með sæti á Alþingi en hefur gert sig gildan í borgarstjórn svo eftir er tekið. Ef eitthvað eitt er tekið fram sem mikilvægast í næstu Alþingiskosningum þá er það að mínu mati að Sósíalistaflokkurinn nái inn nokkrum þingmönnum, helst mörgum. Annars er hætta á að vinstri sjónarmið komi þar alls ekki fram og aukin öfl markaðsvæðingar á öllum sviðum fái að herja frítt. Það þarf að auka jöfnuð í þjóðfélaginu sem þýðir náttúrulega aukna skattheimtu frá þeim sem eru aflögufærir, öðruvísi verður það ekki gert. Nýfrjálshyggjan hefur alls staðar beðið skipbrot, innviðir landa grotna niður hvort sem um er að ræða efnislega eða huglæga. Lýðræðislegur sósíalismi er eina raunhæfa stefnan til þess að komast út úr þessum ógöngum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun