Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2024 09:01 Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun