Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir skrifar 24. september 2024 14:03 Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar