Hver er ábyrgð Icelandair? Sævar Þór Jónsson skrifar 24. september 2024 09:01 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Icelandair Kynferðisofbeldi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar