Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar 18. september 2024 08:31 Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar