Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir og Katrín Þrastardóttir skrifa 16. september 2024 15:01 Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Geðheilbrigði Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun