Að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson skrifar 14. september 2024 20:31 Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun