Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2024 08:02 Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun