Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 13:10 Kimi Antonelli er mjög efnilegur ökumaður og Mercedes ætlar að veðja á hann. Getty/Clive Rose Mercedes hefur fundið eftirmann Lewis Hamilton í formúlu 1 en sjöfaldi heimsmeistarinn er á leiðinni til Ferrari eftir þetta tímabil. Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira